Velkomin á Mývatn

Norðurljósahöfuðborg Íslands

Undur Mývatns

Fuglalíf

Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni.
Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur.

Sjá meira
Hraunið

Dimmuborgir eru sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella, sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing, opin í báða enda. Það er ekki síður mikil upplifun að fara í Dimmuborgir yfir vetrartímann og í desember er hægt að heimsækja jólasveinana sem búa þar.

 

Námafjall og umhverfi er háhitasvæði. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverarönd. Á því svæði eru margir gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi en gufuhverirnir eru margir ekki annað en borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Jarðvegur er ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og fellur út brennisteinn.

Sjá meira
Fossarnir

Aldeyjarfoss er talinn fegursti fossinn í Skjálfandafljóti. Fagrar stuðlabergsmyndanir ramma inn fossinn og þar er líka að finna marga skessukatla. Vegur liggur alla leið að honum vestan Skjálfandafljóts.

 

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

 

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.Mikilfenglegur foss og smæð mannsins birtist þar óvenju skýrt.
Frá vegi 85 liggur vegur 864 framhjá Dettifossi austanverðum að þjóðvegi 1. Vegur 864 er malarvegur og þarf ökuhraði að miðast við aðstæður hverju sinni. Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður seinnihlutann í maí.

Vestanmegin Jökulsár er vegur 862. Hann er fær öllum bílum að Dettifossi. Athugið að hluti af þessum vegi var áður flokkaður sem fjallvegur (frá Vesturdal að Dettifoss) en frá og með 2011 er vegurinn skilgreindur sem malarvegur og því fær öllum bílum. Vegfarendur þurfa þó að miðað ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni.

Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður í lok maí/byrjun júní. Frá Dettifossi og áfram suður að þjóðvegi 1 er nýr, malbikaður vegur. Athuga þarf að þessi vegur er ekki í þjónustu frá 1.janúar til 30. mars.

 

Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.

Sjá meira
Norðurljósin

Northern Lights can be seen in North Iceland from the end of August to mid- April. Enjoy the clear skies by simply looking upwards towards those dancing, flickering veils of light in green, white or red, or take a guided northern lights tour to excellent observation and photography locations. These tours can include a visit to geothermal bathing areas, evening boat tours, snow cat tours or sightseeing in unique locations. The chances of seeing the Northern Lights are 80% during a four nights stay in Mývatn.

The Northern Lights – also called Aurora Borealis – are among the most spectacular shows on earth, frequently seen in North Iceland and its surroundings on clear and crisp nights. The Northern Lights occur high above the surface of the earth where the atmosphere has become extremely thin, at an altitude of 100-250 km. This phenomenon occurs in the outermost layer of the atmosphere, created by electrically charged particles that make the thin air shine, not unlike a fluorescent light. The Northern Lights can be seen in aurora belts that form 20-25 degrees around the geomagnetic poles, both in the north and the south.

What causes this spectacular phenomenon, so characteristic of our Northern Lights here in Iceland? Well, electricity is the answer — and of course it all goes back to the sun. Tiny particles, protons and electrons caused by electronic storms on the sun (solar wind) are trapped in the earth’s magnetic field where they begin to spiral back and forth along the magnetic lines of force – circle around the magnetic pole, so to speak. While rushing around endlessly in their magnetic trap, some particles escape into the earth’s atmosphere where they begin to hit molecules and these impacts cause the molecules to glow, thus creating the auroras.

White and green are usually the dominant hues but sometimes there are considerable colour variations, as the pressure and composition of the atmosphere varies at different altitudes. At extremely high altitudes where the pressure is low, there tends to be a reddish glow produced by oxygen molecules when they are struck by the tiny particles of the solar wind. At lower altitudes, where there is higher pressure, the impact-irritated oxygen molecules may glow with a greenish tinge and sometimes there is a reddish lower border created by particles colliding with nitrogen molecules in the immediate vicinity.

The phenomenon is easily explained by modern science. What our ancestors may have thought when they gazed into the brightly-lit winter sky is quite another matter. But by all means don’t let any scientific explanation spoil your appreciation of the beauty of the Northern Lights. They are a truly impressive spectacle, whatever their cause.

Sjá meira