Þjónusta á svæðinu

Fjallasýn ferðaþjónustufyrirtæki

Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sér hæfir sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Einnig sinnum við Skutlþjónustu frá Húsavíkurflegvelli og milli annarra áfangastaða á svæðinu.

 

Fjallasýn

Smiðjuteig 7

641 Húsavík

+354 464 3940

fjallasyn@fjallasyn.is

www.fjallasyn.is

Mývatn Car Rental

Mývatn Car Rental er bílaleiga, verkstæði bílaþvottastöð og dráttarbílaþjónusta staðsett í Mývatnssveit. Við leigjum út bíla sem að koma þér upp á hálendi og allt norðurlandið, svo lengi sem veður leyfir. Markmið okkar er að gera ferðalag þitt um landið þægilegra á traustum og góðum bílum!

Leigubíll

Vogar Ferðaþjónusta bíður upp á leigubílaþjónustu. 
Tel: +354 893-4389
www.vogahraun.is

Gestastofa Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun er með starfsstöð í Gíg á Skútustöðum.

Starfsemi Umhverfisstofnunar á svæðinu lýtur að umsjón með friðlýstum svæðum á Norðurlandi eystra auk annarra verkefna stofnunarinnar.

Heimilisfang: Skútustöðum, 660 Mývatn

Opnunartími
8:00-18:00 yfir sumarið. 

Sími: +354 470 7110
Email: myvatn@umhverfisstofnun.is
www.ust.is

Heilsugæsla og apótek

Heilsugæslustöðin Reykjahlíð

Hlíðavegur 8,  660 Mývatnssveit
Reykjahlíð.  

Sími 4324960

 

Vaktsími
1700

Opnunartími
Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8-15
Lokað á þriðjudögum

Tímabókanir
432 4960

Móttaka lækna
Mánudagar og fimmtudaga
Tímapantanir í síma 432 4800 eða 432 4960

Viðtalstímar hjúkrunarfræðings
Mánudaga kl. 10-11
Fimmtudaga kl. 10-11
Aðrir viðtalstímar eftir samkomulagi.

Lyfja Reykjahlíð - apótek. Opnunartímar:

10-14 mánudaga
Lokað á þriðjudögum
10-14 miðvikudag, fimmtudag og föstudag

Banki og Pósthús

Sparisjóður Þingeyinga er í Reykjahlíð og á laugum. Opið: 9:00 - 16:00 virka daga.

Helluhraun 3
660 Mývatn
--------

Kjarna
650 Laugar
Sími 464 6200

Krambúðin

Krambúðin Supermarket
Address: Hlíðavegi 
Tel: 464 - 4466 

Dalakofinn verslun

Dalakofinn verslun er á Laugum í Reykjadal. Þarf ræðu allar helstu nauðsynjar fyrir heimilið.

Mán-fös: 9 - 20
Lau-sun: 11 - 20

 

Skútustaðahreppur

Í Skútustaðahreppi í Mývatnssveit eru skráðir íbúar 520 þann 1. janúar 2019. Þar af búa um 200 í þéttbýlinu í Reykjahlíð. Skútustaðahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu, er hálendasta og víðlendasta sveitarfélag landsins sem nær upp á miðjan Vatnajökul, en byggð er nánast öll í Mývatnssveit.

 

Náttúrufar sveitarfélagsins hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og má þar helst nefna Mývatn, Dimmuborgir, jarðhitasvæði, leirhveri og Ódáðahraun. Lífríki og landslag svæðisins er mótað af mannvist í þúsund ár og á sér djúpar rætur í landbúnaði sem að mörgu leyti byggðist á þeim sérstöku hlunnindum sem þar eru, en glímdi einnig við harðneskju hins eldbrunna landslags. Vel varðveittar og mjög fornar byggðarminjar er víða að sjá.
Stefna sveitarfélagsins er m.a. að vera í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfisstarfi og umhverfisvernd og jafnframt að vera aðlaðandi ákvörðunarstaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn til að njóta hinnar einstöku náttúru í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á verndun fuglalífs og lífríkis vatna og áa sbr. lög um verndun Laxár og Mývatns.

Þingeyjarsveit

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps árið 2002.  Síðan stækkaði sameiningin 2008 þegar Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust.  Sveitarfélagið hélt nafninu Þingeyjarsveit.

Áður hafa orðið sameiningar og skiptingar á sveitarfélögum á þessu svæði.  Helgastaðahreppur var til fram undir aldamótin 1900 en skiptist þá í Aðaldælahrepp og Reykdælahrepp.  Ljósavatnshreppur náði yfir allan Bárðardal en hreppnum var skipt árið 1907 í Bárðdælahrepp og Ljósavatnshrepp. Hálshreppur náði allt til og með Flateyjar en 1907 var hreppnum skipt í Hálshrepp og Flateyjarhrepp og voru hreppamörkin við Eyvindará á Flateyjardal.  Árið 1967 fluttu síðustu ábúendur í Flatey í land en rúmum áratug fyrr voru býlin á Flateyjardalnum farin í eyði eða 1953.  Árið 1972 var Flateyjarhreppur aftur sameinaður Hálshreppi.  Þingeyjarsveit er landfræðilega stórt sveitarfélag, allt frá Flatey suður undir Vatnajökul.  Byggðin hefur dregist saman en auk þess sem byggð var í Flatey og Flateyjardalsheiði þá voru býli á Flateyjardalsheiði og í Náttfaravíkum.  Einnig voru býli á Fljótsheiði og suður af Reykjadal, langt suður af Bárardal og í dölunum fram af Fnjóskadal, Hjaltadal, Timburvalladal og Bleiksmýrardal.  En byggðin hefur líka orðið þéttari á nokkrum stöðum og nýbýli verið byggð út úr stærri jörðum.  Mesta þéttbýlið er á Laugum, þá eru þéttbýliskjarnar við Stórutjarnaskóla, Hafralækjarskóla og Laxárvirkjun.

Í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira.  Tveir grunnskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli  og Þingeyjarskóli. Við grunnskólanna eru tónlistar- og leikskóladeildir. Einnig er einn framhaldsskóli; Framhaldsskólinn á Laugum. Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri og í Söngfélaginu Sálubót og Karlakórnum Hreim.  Íþróttalíf er kröftugt hjá ungmennafélögum á svæðinu; Bjarma, Einingunni, Eflingu, Geisla og Gamni og alvöru. Mjög góð aðstaða til íþróttaiðkana er sérstaklega á Laugum en þar er nýleg og glæsileg sundlaug. Þá er áhugamannagolfvöllur á Laugum sem Efling sér um. 

Sveitarfélagið byggir á gömlum merg en um það leika ferskir vindar framfara og sóknar enda býr sveitarfélagið að mikilli auðlegð í mannauði og  sóknarfærum á sviði ferðamála og matvælaframleiðslu. Einnig býr sveitarfélagið að miklum náttúruauðlindum, t.d. á Þeistareykjum þar sem verið er að byggja Þeistareykjavirkjun. Dýrmætar náttúruperlur eru í sveitarfélaginu eins og Goðafoss og er hann fjölsóttasti ferðamannastaður Þingeyjarsveitar. Þá er Vaglaskógur, Aldeyjarfoss, Þingey og Skjálfandafljótið sem fossar gegnum sveitarfélagið og endurómar sterkum rómi þann mikla kraft sem virkja má í fólki, fossum, fjöllum og fögrum dölum Þingeyjarsveitar.