Um svæðið



Sveitarfélagið Skútustaðahreppur

Reykjahlíð er byggðakjarni við Mývatn, sem er eitt helsta ferðamannasvæði norðurlands. Þar er í boði ýmis þjónusta svo sem verslun, banki, pósthús, heilsugæslustöð og skóli. Í Mývatnssveit er margs konar gistiaðstaða ásamt góðum veitinga- og kaffihúsum.

Fjölskrúðugt fuglalíf er á svæðinu og full ástæða er til að staldra við í nýja Fuglasafninu í Neslöndum. Skammt austur af Reykjahlíð eru Jarðböðin við Mývatn þar sem ferðalangar njóta þess að slaka á í heitu jarðvatninu. Í Mývatnssveit eru margar merktar gönguleiðir.

Mývatn  er um 32 km2 að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Í Mývatnssveit er fjölbreytni í náttúrufari mikil og landslag sérstætt, enda mótað af miklum eldsumbrotum.

Mývatn og Laxá eru upphaflega friðlýst með lögum um verndun Mývatns og Laxar í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1974.  Mývatn og Laxá eru nú vernduð samkvæmt sérstökum lögum nr. 97 frá 9. júní 2004. Markmið laganna er að stuðla að náttúruvernd í samræmi við sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum.

Lögin eiga að tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni á víðáttumiklu vatnasviði Mývatns og Laxár ásamt verndun jarðmyndana og landslags með virkri náttúruvernd, einkum með tilliti til vísindalegra, félagslegra og fagurfræðilegra sjónarmiða.

Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 m breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin. Auk þess ná lög þessi til eftirtalinna votlendissvæða, ásamt 200 m bakka meðfram vötnum, ám og lækjum: Sortulækjar, Geirastaðahrauns, Sandvatns ytra, Belgjarskógar, Slýja, Neslandatanga, Framengja, Krákár frá Strengjabrekku að Laxá, Grænavatns, Helluvaðsár og Arnarvatns, ásamt votlendi sem því tilheyrir. Þá taka lögin enn fremur til vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár.

 

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit lituð bláu

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps árið 2002.  Síðan stækkaði sameiningin 2008 þegar Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust.  Sveitarfélagið hélt nafninu Þingeyjarsveit.

Áður hafa orðið sameiningar og skiptingar á sveitarfélögum á þessu svæði.  Helgastaðahreppur var til fram undir aldamótin 1900 en skiptist þá í Aðaldælahrepp og Reykdælahrepp.  Ljósavatnshreppur náði yfir allan Bárðardal en hreppnum var skipt árið 1907 í Bárðdælahrepp og Ljósavatnshrepp. Hálshreppur náði allt til og með Flateyjar en 1907 var hreppnum skipt í Hálshrepp og Flateyjarhrepp og voru hreppamörkin við Eyvindará á Flateyjardal.  Árið 1967 fluttu síðustu ábúendur í Flatey í land en rúmum áratug fyrr voru býlin á Flateyjardalnum farin í eyði eða 1953.  Árið 1972 var Flateyjarhreppur aftur sameinaður Hálshreppi.  Þingeyjarsveit er landfræðilega stórt sveitarfélag, allt frá Flatey suður undir Vatnajökul.  Byggðin hefur dregist saman en auk þess sem byggð var í Flatey og Flateyjardalsheiði þá voru býli á Flateyjardalsheiði og í Náttfaravíkum.  Einnig voru býli á Fljótsheiði og suður af Reykjadal, langt suður af Bárardal og í dölunum fram af Fnjóskadal, Hjaltadal, Timburvalladal og Bleiksmýrardal.  En byggðin hefur líka orðið þéttari á nokkrum stöðum og nýbýli verið byggð út úr stærri jörðum.  Mesta þéttbýlið er á Laugum, þá eru þéttbýliskjarnar við Stórutjarnaskóla, Hafralækjarskóla og Laxárvirkjun.

 

Um Mývatn

Mývatn  er um 32 km2 að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Í Mývatnssveit er fjölbreytni í náttúrufari mikil og landslag sérstætt, enda mótað af miklum eldsumbrotum. 
 
Mývatn og Laxá eru upphaflega friðlýst með lögum um verndun Mývatns og Laxar í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1974.  Mývatn og Laxá eru nú vernduð samkvæmt sérstökum lögum nr. 97 frá 9. júní 2004. Markmið laganna er að stuðla að náttúruvernd í samræmi við sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Lögin eiga að tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni á víðáttumiklu vatnasviði Mývatns og Laxár ásamt verndun jarðmyndana og landslags með virkri náttúruvernd, einkum með tilliti til vísindalegra, félagslegra og fagurfræðilegra sjónarmiða. 
 
Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 m breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin. Auk þess ná lög þessi til eftirtalinna votlendissvæða, ásamt 200 m bakka meðfram vötnum, ám og lækjum: Sortulækjar, Geirastaðahrauns, Sandvatns ytra, Belgjarskógar, Slýja, Neslandatanga, Framengja, Krákár frá Strengjabrekku að Laxá, Grænavatns, Helluvaðsár og Arnarvatns, ásamt votlendi sem því tilheyrir. Þá taka lögin enn fremur til vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár.