Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. Íbúar Þingyejarsveitar eru rúmlega 1.400 talsins.

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæranýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.

Í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira. Þrír grunnskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli og Reykjahlíðarskóli. Við grunnskólanna eru tónlistar- og leikskóladeildir. Einnig er einn framhaldsskóli; Framhaldsskólinn á Laugum. Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri og í Söngfélaginu Sálubót og Karlakórnum Hreim. Íþróttalíf er kröftugt hjá ungmennafélögum á svæðinu.

Mjög góð aðstaða er til íþróttaiðkunnar á Laugum og í Reykjahlíð, á Laugum er glæsileg sundlaug. Þá er áhugamannagolfvöllur á Laugum sem Efling sér um, einnig er góður golfvöllur í Reykjahlíð.