Kaffi Kvika

Gestir Jarðbaðanna geta sest niður fyrir eða eftir bað og notið léttra veitinga í opnum og björtum sal. 
Á hverjum degi bjóðum við upp á súpu dagsins ásamt nýbökuðu brauði, nýgerðum samlokum, fersku salati í boxum og hverabrauði með reyktum silungi.

Á sólardögum er upplagt að setjast á útisvæðið, fá sér súpu og salat og njóta góða veðursins.