Gamli Bærinn Bistro

Gamli Bærinn

Ef þú ert að leita að ekta íslenskri sveitakrá þá er Gamli Bærinn við Mývatn rétti staðurinn fyrir þig.
Frá morgni til kvölds er hægt að ganga að vinalegri stemningu í Gamla Bænum. Boðið er upp á úrval ljúffengra rétta af grillinu, pizzur, samlokur, ferska djúsa og sætmeti. Að sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga.

Vertu velkomin til okkar í Gamla Bæinn.

Gamli Bærinn er opinn alla daga á sumrin: Eldhús frá 12:00 til 20:30 alla daga, Bar lau-fim 12-21 fös 12-23. 

Þú getur skoðað matseðilinn hér