Gamli Bærinn

Share this

Ef þú ert að leita að ekta gamaldags íslenskri sveitakrá þá er Gamlibærinn við Mývatn rétti staðurinn fyrir þig.
Frá morgni til kvölds er hægt að ganga að vingjarnlegri kaffihúsastemningu í Gamlabænum. Boðið er upp á gott úrval af góðum mat og kökum og smurðu brauði. Að sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast þjóðarréttur Mývetninga. Að auki bjóðum við upp á úrvals kaffi, te og kakó auk fjölda annarra drykkja, óáfengra og áfengra.

Opnunartímar sumar: Eldhús alla daga frá kl. 12-20.30 og Bar lau-fim 12-21 fös 12-23. 

Símanúmer