20. Svartárgil

Nánari upplýsingar, hnit og myndir má finna hér: Wikiloc | Svartárgil Trail

Gönguleiðin að Svartagili er létt gönguleið en hún er gengin eftir jeppaslóð svo til öll á jafnsléttu um mela. Gengið frá bænum Stóru-Tungu yfir túnið í stóran hring og komið aftur að Stóru-Tungu. Svartá rennur úr Svartárvatni og rennur niður í Bárðardal þar sem hún sameinast Suðurá. Í Svartárgljúfri þrengist farvegur árinnar og rétt áður en hún rennur í Skjálfandafljót breikkar farvegur hennar allt að ármótum fljótsins. Litlar sveiflur í rennsli og vatnshita eru í Svartá því hún er lindá og því er hún steinefnarík og auðug að lífi. Í Svartárgili er torfært um fossa og flúðir en ofan við Ullarfoss er hún ófiskgeng. Ríkjandi urriði er í vatninu ásamt bleikju en þær koma nær árlega fram í veiði á svæðinu neðan við Svartárgil og er talinn vera staðbundinn bleikjustofn.