7. Leirhnjúkur

Frá bílastæði nálægt Leirhnjúki liggur greiðfær stígur að hnjúknum og tekur 15-20 mín. að ganga að honum. Leiðin liggur síðan um hverasvæði, inn í gíga frá Kröflueldum og upp á háhnjúkinn. Þaðan er farið örstutt til baka, suður og síðan austur fyrir hnjúkinn þar til komið er aftur inn á leiðina að bílastæðinu. Á þessari leið má fá góða mynd af umbrotum Kröflueldanna. Alls tekur ferðin eina til eina og hálfa klukkustund. Leiðin er greiðfær ef þurrt er í veðri, en getur verið hál og varasöm í votviðri.

Hófur

Frá hverasvæðinu í Leirhnjúki liggur gönguleið að gígnum Hóf. Hófur er formfagur eldgígur frá Mývatnseldum. Gangan tekur tæpan klukkutíma. Gangið alls ekki upp í né utan á gígnum, gjallið molnar við minnsta átroðning.

Hér má sjá hnit leiðarinnar á Wikiloc.