4. Dimmuborgir

Í Borgunum hafa verið merktar nokkrar gönguleiðir með mismunandi litum eru kort á öllum stígamótum sem sýna staðsetningu, afstöðu, lengd og áætlaðan tíma sem það tekur að ganga stígana.

  • Litli hringur liggur næst bílastæðinu og tekur 10-15 mín. að ganga hann.
  • Stóri hringur nær lengra inn á svæðið og tekur um hálftíma að fara hann.
  • Kirkjuhringurinn liggur að kirkjunni sem er enn lengra inn í hrauninu. Það tekur um klukkutíma að ganga hringinn.
  • Mellandahringurinn er um það bil þrjátíu mínútna aukakrókur sem auðveldar fólki að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem steðjaði/steðjar að Dimmuborgum vegna sandfoks og þeirri gífurlegu vinnu sem landgræðslan hefur lagt í svæðið.
  • Krókastígurinn er ögn erfiðari en fjölbreytt gönguleið sem tekum um 40 mínútur að ganga.

Allar þessar leiðir eru greiðfærar nema Krókastígurinn sem er ögn torfær á köflum. 

Hér má sjá hnit af kirkjuhringnum á Wikiloc.