Tjaldsvæðið Systragil

Tjaldsvæði

VELKOMIN AÐ TJALDSTÆÐINU SYSTRAGILI

Í skjóli trjáa við lindina hjalandi

Tjaldsvæðið Systragil er staðsett á lítilli hæð í vestanverðum Fnjóskadal gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskógi, í landi bóndabýlisins Hróarsstaðir, Suður -Þingeyjarsýslu. Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í  Goðafoss ( 25 km), Laufás (20 km), Akureyri (16 km), Siglufjörð (55 km), Húsavík  (65 km) og Mývatnssveit (60 – 75 km).

Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Í næsta nágrenni er 9 holu golfvöllur er ber heitið Lundsvöllur, sundlaug og lítil búð á Illugastöðum, húsdýragarðurinn Daladýrð, kaffihúsið Skógum og hægt er að kaupa stangveiði í Fnjóská. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, nefnd Þingmannaleið.  Mikill gróður er á svæðinu og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum seinni part sumars. Á tjaldsvæðinu er eldunaraðstaða, rafmagn, leiktæki, upphituð salerni, þvottavél, heitt vatn, sturta og klóaklosun. Tjaldsvæðið Systragil er við veg 833, aðeins 2 km. frá þjóðvegi 1 og því um 16 km frá Akureyri gegnum Vaðlaheiðargöng.