Hótel Laxá

Hótel Veitingastaður

Hótel Laxá vill taka fullan þátt í ferðaplönum Íslendinga innanlands á næstu mánuðum.
Af því tilefni bjóðum við gistingu á hagstæðu verði en heimsókn í hina fögru Mývatnssveit og nágrenni hennar er ógleymanleg upplifun sem gott er að gefa sér góðan tíma í.

Við bjóðum upp á þægileg og nútímaleg herbergi með öllum helstu nauðsynjum, s.s. síma, sjónvarp, internet, hreinlætisvörur, hárþurrku, aukakoddda, te og kaffi svo eitthvað sé nefnt.

Allri gistingu fylgir morgunmatur.
• Gisting fyrir tvo í eina nótt: 19.900 kr.
• Gisting fyrir tvo í tvær nætur: 34.900 kr.
• Gisting fyrir tvo í þrjár nætur: 39.900 kr.
• Gisting fyrir tvo í fjóra nætur: 44.900 kr

Aðeins er greitt fyrir fyrstu nóttina fyrir börn undir 16 ára aldri. Hámarksgjald fyrir fyrstu nóttina fyrir barn er 9.950 kr. og fer eftir uppsetningu herbergis og rúmþörf barns.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar!
Hægt er að bóka í gegnum netfangið hotellaxa@hotellaxa.is eða í síma 464 1900

 ----


Hótel Laxá er nýtt lúxus hótel í Mývatnssveit sem var opnað sumarið 2014. Þar eru 80 fallega útbúin herbergi með frábærri þjónustu á fallegum stað sunnan megin við Mývatn. Frá hótelinu er hægt að njóta landslags Mývatns og Laxár. 

Frábær veitingastaður er á hótelinu sem býður upp á gómsætar máltíðir, beintengdar Íslenskrar og Mývetnskar menningu og einstakt útsýni yfir Mývatn, Láxá og Vindbelg.  

Hótelið er opið allt árið um kring.

Hægt er að bóka gistingu HÉR! 

Heimilisfang
Olnbogaás
Símanúmer