Vogafjós

Heimsæktu dýrin í Vogafjósi
Share this

Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í um 120 ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi.

Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 kýr og nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en þar er einnig hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint úr spenanum. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30 á kvöldin. 

Fjárhúsin hafa að geyma um 120 kindur. Sauðburður er í maí og ykkur er velkomið að koma og sjá lömbin ef þið eruð á ferðinni á þeim tíma. 

Heimilisfang
Vogar 1
Símanúmer