Fjölbreytt fuglalíf

Share this

Á Mývatni og Laxá er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Mývatn er verndað með sérstökum lögum og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því rennur. Hér eru fimm bestu staðirnir til að skoða fuglalífið umhverfi Mývatn. 
Harlequin Duck

Svæðið er sannkölluð paradís fyrir fuglaunnendur, hvar sem maður staldrar við og stoppar sér maður og heyrir í fuglum, sérstaklega á vatninu sjálfu. Hér er nákvæmari lýsing á því hvar og hvenær er hægt að sjá vissa fugla.  #VisitMyvatn #NjótumSaman

Fyrst má nefna að Fálkinn má oft sjá í kring um vatnið í leit að bráð. Ef keyrt er hringinn í kring um vatnið að þá mælum við með: 
1. Neslandavík, þar sem Fuglasafn Sigurgeirs er að finna. Þar er oft að finna stóra hópa af Skúföndum og Rauðhöfðum. Þetta svæði er líka einstaklega gott til að sjá Gargendur, Duggendur, Lóma, Flórgoða, Grafendur og Toppendur. Frábær staður til fuglaskoðunar og við mælum að sjálfsögðu með því að flestir komi við í Fuglasafninu. 

2. Álar, ef þú heldur áfram til suðurs þegar þú ert kominn framhjá Neslandavíkinni og framhjá bænum Vindbelgur þar finnur þú bílastæði við Álar. Þar eru svipaðir flokkar af fuglum sem að þú sérð í Neslandarvíkinni en þar er líka oft að sjá sjaldgæfari fugla eins og Húsöndina, Hávellu og Himbrima. 

Á leiðinni suður fyrir vatn kemur þí síðan næst að 3. Laxá. Um það bil 50 metrum áður en að þú kemur að brúnni sem liggur yfir Laxá er bílastæði þar sem þú getur síðan gengið að bökkum ánnar. Þar verður þú ekki lengi að finna Straumöndina. Laxá er stærsti bústaður Húsandarinnar og Straumandarinnar á Íslandi. 

Beygðu næst til austur á veg 848 þegar þú ert kominn yfir brúnna. Þá stefnir þú að 4. Skútustöðum og Stakhólstjórn. Þetta er enn einn staðurinn þar sem hægt er að finna fjölmarga fugla. Leggðu bílnum við Skútustaðagíga og skoðaðu fuglana á meðan þú gengur um gígana og Stakhólstjörn. 

5. Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar og gönguferða með allri fjölskyldunni. Kálfastrandarvogur liggur meðfram Höfðanum og er sérstæður fyrir hraundrangamyndanir í voginum og við hann. Þessir drangar heita Klasar og þar er einnig hægt að finna skemmtilegar gönguleiðir. Umhverfi Höfða þykir með fegurstu stöðum við Mývatn.

Ef að þú hefur áhuga á að skoða fugla á öðrum stöðum að þá bendum við á að það er best að hafa samband við viðeigandi landeigendur.