Mývatn Tours

Dagsferðir Rútuferðir
Share this

 

Mývatn Tours er fjölskyldurekið fyrirtæki, stofnað af Jón Árna Sigfússyni árið 1980 út af áhuga og forvitni gagnvart hálendinu og sérstaklega gagnvart Dyngjufjöllum, þar sem Askja liggur. Sonur Jóns Árna, Gísli Rafn Jónsson, tók við fyrirtækinu þegar faðir hans hætti og rekur það í dag. 

Askja er eitt af náttúruundrum Íslands. Öskjuvatn varð til í eldgosi árið 1875 og er dýpsta vatn landsins, 220m. Við hliðina á Öskjuvatni er sprengigígurinn Víti, með þægilegu hitastigi á milli 20-30 °C og er fullkomið til baðs ef vel viðrar.   

Dagsferðin með Mývatn Tours, úr Mývatnssveit yfir í Öskju er 11-12 tíma löng dagsferð þar sem ekið er um stærsta ósnortna landsvæði Íslands.


Farþegar þurfa að vera vel búnir með hlý föt og góða skó en líklegt er að gengið yrði á snjó í Öskju eitthvað fram eftir sumri.

 

Dagsferð úr Mývatnssveit

Ferðin í Öskju er 11-12 tíma löng dagsferð þar sem ekið er um stærsta ósnortna landsvæði Íslands. 

Brottför: Frá upplýsingamiðstöðinni í Reykjahlíð  kl. 8:00, mæta 7:45.

22. júní til 10. september   DAGLEGA. 

Lengd ferðar: 11 - 12 klst. Ath! nauðsynlegt er að farþegar hafi nesti meðferðis, ekki er hægt að kaupa mat á leiðinni.
Farþegar þurfa að vera vel búnir með hlý föt og góða skó, gengið er á snjó í Öskju, eitthvað fram eftir sumri.

Bóka ferð hér!