Finndu leiðina til okkar! #NjótumSaman
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Mývatn Tours ehf er fjölskyldurekið fyrirtæki, stofnað af Jón Árna Sigfússyni árið 1980 út af áhuga og forvitni gagnvart hálendinu og sérstaklega gagnvart Dyngjufjöllum, þar sem Askja liggur. Sonur Jóns Árna, Gísli Rafn Jónsson, tók við fyrirtækinu þegar faðir hans hætti og rekur það í dag.
Askja er eitt af náttúruundrum Íslands. Öskjuvatn varð til í eldgosi árið 1875 og er eitt af því dýpsta vatn landsins, 220m. Við hliðina á Öskjuvatni er sprengigígurinn Víti, þar sem menn dýfðu sig aðeins þar ofan í. Vatnið hefur kólnað síðustu ár og síðustu mælingar sögðu um 14 gráður.
Farþegar þurfa að vera vel búnir með hlý föt og góða skó en líklegt er að gengið yrði á snjó í Öskju eitthvað fram eftir sumri. Misjafnt eftir ári.
Ferðin í Öskju er 11-12 tíma löng dagsferð þar sem ekið er um stærsta ósnortna landsvæði Íslands.
Norðurljósahöfuðborg Íslands
Visit Mývatn
Mývatnsstofa ehf
660 Mývatn
Ísland
info@visitmyvatn.is