Fuglasafn Sigurgeirs

Safn
Share this

Þetta er eitt flottasta náttúrugripasafn landsins, það vantar aðeins 2 fugla til að eiga alla Íslenska varpfugla, annan þeirra, haförn, erum við með í láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarstofu, en hinn sem er þórshani vantar okkur.  Það er fjölskylda Sigurgeirs sem hefur séð um uppbyggingu safnsins með hjálp fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja og hefði þetta stórvirki aldrei tekist nema með velvilja þessara aðila. 

Safnið er í glæsilegri nýbyggingu sem Manfreð Vilhjálmsson hannaði, sýningin er vel upp sett af Axel Hallkeli Jóhannessyni og um lýsingu sá Ögmundur Jóhannesson. Fuglahljóðin sá Gunnar Árnason um. Úr safninu er frábært útsýni út á vatnið og fuglana sem þar eru.

Við leggjum metnað okkar í að veita gestum góða þjónustu og leiðsögn um safnið. 

Veitingar eru á þjóðlegu nótunum svo sem hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi. Úr veitingasalnum er frábært útsýni út á vatnið og einnig getur verið notalegt að sitja úti og njóta náttúrunnar.