Dyngjan Gallery

Beint frá býli Handverk

Dyngjan er handverksmarkaður þar sem hægt er að kaupa gæða handverk og afurðir frá sveitungum á góðu verði. Sérstaða Dyngjunnar er gott framboð af Íslenskum lopapeysum í mismunandi gerðum, litum og stærðum ásamt Mývetnskum kræsingum eins og nýreyktum Mývatnssilungi og nýbökuðu Hverabrauði. 

Í Dyngjunni er hægt að finna réttu gjöfina til að taka með heim handa einhverjum sérstökum eða jafnvel fyrir kaupandann sjálfan.
Opið er alla daga frá 1.júní til 31. ágúst. 

Það er einnig möguleiki að opna markaðinn utan opnunartíma, einfaldlega hringið bara í síma 464 2003 og Dyngjan verður opnuð með bros á vör. 

Dyngjan er staðsett við hliðina á Umhverfisstofnun og Kjörbúðinni í Reykjahlíð.

Hraunvegi 6, 660 Mývatni