Vogafjós

Í veitingasalnum Vogafjósi, sem er áfastur fjósinu, rekum við veitingahús sem tekur 90 gesti í sæti. Litla sveitabúð, Sælkerahornið, er að finna í fjósinu og þar er lögð áhersla á sölu á sælkeravörum ásamt ýmsu handverki. 

Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar". Með það að leiðarljósi legggjum við metnað okkar í að hafa einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi. 

Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.

Opnunartími er breytilegur yfir árið, best er að hafa samband í síma 464-3800 eða á vogafjos@vogafjos.is fyrir upplýsingar varðandi það.