Músík í Mývatnssveit

Vakin er athygli á tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit sem haldin verður föstudaginn 28. og laugardaginn 29. maí.

Föstudagur 28. maí:
Tónleikar í Reykjahlíðarkirkju á kl. 21:00. Á efnisskránni eru barrok- perlur ásamt tónlist frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar.

Laugardagur 29. maí:
Kammertónleikar í Skjólbrekku laugardaginn kl. 20:00. Flutt verða einsöngslög, dúettar og fiðlu- og píanósónata eftir Beethoven.

Flytjendur:
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Kristinn Sigmundsson bassi,
Laufey Sigurðardóttir fiðla og
Peter Maté píanó.

Hlökkum til að sjá ykkur!