Vaglaskógur

Tjaldsvæði

Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Rafmagn er í Stórarjóðri, Hróarsstaðanesi og Flatagerði fyrir vagna og húsbíla. Ekki er rafmagn á tjaldsvæðinu í Brúarlundi sem er staðsett nyrst í skóginum. Gott leiksvæði er í Hróarstaðanesi. Salerni, heitt vatn og sturtur í þjónustuhúsum. Í Stórarjóðri er klósett fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðin eru tengd víðfeðmu göngustíganeti sem liggur um Vaglaskóg.

Vaglaskógur er einn fallegasti birkiskógur landsins með víðfeðmum gögnustígum og miklum möguleikum til útivistar.

Leiðarlýsing:
Frá Akureyri eru 17 km í Vaglaskóg. Ekinn er þjóðvegur 1, í austur frá Akureyri, í gegnum Vaðlaheiðargöng. Þaðan er farinn vegur 833 inn Fnjóskadal um 5 km leið að Vaglaskógi.

 Opnunartími
1. júní til 10. september