Tjaldsvæðið við Laugavöll

Tjaldsvæði

Velkomin á friðsælt og fjölskylduvænt tjaldsvæði við bakka Reykjadalsár.

Tjaldsvæðið er staðsett við íþróttavöllinn á Laugum og er rekið af Dalakofanum, verslun og veitingastað þorpsins. Sundlaugin á Laugum og 6 holu golfvöllur eru í göngufæri við tjaldsvæðið. Það er því óhætt að segja að tjaldsvæðið sé afar vel staðsett og stutt er í hina og þessa þjónustu og helstu náttúruperlur norðurlands.

Í þjónustuhúsi við tjaldsvæðið er að finna salerni og sturtur, þvottavél og þurrkara.  Á efri hæð hússins eru borð, stólar og sófar ásamt eldunaraðstöðu með ísskáp sem er gestum til afnota að kostnaðarlausu.

Þráðlaust internet er frítt á tjaldsvæðinu.