Lúxustjaldgisting Original North

Tjaldsvæði

Original North - Camp Boutique er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem staðsett er á Vaði í Þingeyjarsveit þar sem gestgjafarnir eru fæddir og uppaldnir.  Sumarið 2020 bjóðum við upp á gistingu í lúxustjöldum, annars vegar í tveggja manna tjöldum og hins vegar í 4 manna fjölskyldutjöldum. Tjöldin eru fallega innréttuð, með húsgögnum, uppábúnum rúmum, hita, rafmagni og þráðlausu neti. Á svæðinu er svo aðstöðuhús með snyrtingum og sturtum.

Morgunmatur er framreiddur í sjarmerandi og uppgerðri hlöðu. Boðið er upp á  drykki og léttar veitingar á staðnum en einnig geta hópar pantað súpur og meðlæti þar sem hráefni úr héraði fær að njóta sín.  

Allar nánari upplýsingar og verð á gistingu má finna á heimasíðunni www.originalnorth.is eða hafið samband í tölvupósti, originalnorthcamp@gmail.com, eða síma: 8475412.