Hótel Rauðaskriða

Hótel Veitingastaður

Hótel Rauðaskriða er fjölskyldurekið þriggja stjörnu sveitahótel í Aðaldal, um miðja vegu milli Akureyrar og Húsavíkur við þjóðveg 85.

Við bjóðum gistingu í 37 herbergjum með baði ásamt glæsilegu morgunverðarhlaðborði. Ennfremur er boðið upp á „a la carte“ kvöldverð á veitingastað okkar. Á öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, hárblásari, kaffi/te sett og við hótelið eru tveir heitir pottar þar sem gestir geta slakað á eftir ævintýri dagsins.

Umhverfið er einstaklega friðsælt og staðurinn því kjörinn fyrir fólk sem vill afslöppun og rólegheit en vill þó vera miðsvæðis og stutt frá öllum helstu náttúruperlum Norðausturlands. Rauðaskriða er Svansvottað hótel, eitt af fyrstu hótelum á Íslandi sem hlaut Svaninn. Við fylgjum ströngum gæðastöðlum og leggjum mikinn metnað í að láta gestum okkar líða vel.

Verið hjartanlega velkomin til okkar!   

Heimilisfang
Rauðaskriða
Símanúmer