Granastaðir Guesthouse

Gistiheimili

Gisting fyrir átta manns – tvö tveggja manna og svíta fyrir fjóra

Granastaðir Guesthouse opnaði í júlí 2016, á bænum Granastöðum í Útkinn í Þingeyjarsveit, um 40 km frá Húsavík. Boðið er uppá gistingu í tveimur tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi, staðsett í sama húsi og sameiginlegt eldhús fyrir gesti. Í íbúðarhúsinu eru tvö tveggja manna herbergi sem deila einu baðherbergi og eru leigð út saman en þau henta mjög vel fjölskyldum eða litlum vinahópum. Öll herbergin eru fallega innréttuð með uppbúnum rúmum.

Gestum er velkomið að fara í gönguferðir í nágrenni Granastaða en mikið fuglalíf og náttúrufegurð er á svæðinu. Mývatnssveit, Dettifoss, Ásbyrgi, hvalaskoðun á Skjálfanda, Goðafoss og fleiri náttúruperlur er upplagt að skoða í dagsferðum frá Granastöðum.

Granastaðir Guesthouse stendur við veg 851. Ef keyrt er frá Húsavík eftir vegi 85 og farið yfir brúna á Skjálfandafljóti er stutt að gatnamótum sem liggja í Útkinn. Þar er beygt til hægri inná veg 851, Útkinnarveg, og keyrt í u.þ.b. 9 km áður en komið er að Granastöðum. Bærinn stendur á svokallaðri Granastaðatorfu en þar eru fjögur önnur íbúðarhús ásamt útihúsum.

Við leggjum mikið upp úr því að gestir fái persónulega og góða þjónustu og erum alltaf til taks ef gestina vanhagar um eitthvað!

 Bókaðu HÉR

Heimilisfang
Granastaðir
Símanúmer