Gistiheimilið Rjúpa

Gistiheimili
Share this

Komið í sveitina okkar á Hróarsstöðum, Fnjóskadal beint á móti stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Slakaðu á í sveitasælunni, farðu í göngutúr með ánni, yfir í Vaglaskóg, eða á golfvöllinn Lundi, stangveiði í Fnjóská, húsdýragarðinn Daladýrð, kaffihúsið í Gamla barnaskólanum Skógum og/ eða sundlaugina á Illugastöðum. Það er tilvalið að staldra við, njóta náttúrunnar og þeirra frábæru áfangastaða sem eru í nánd við gistiheimilið. Stutt er inn á Húsavík og til Mývatnssveitar, sem bæði státa af náttúruböðum. Á Akureyri má finna úrval veitingastaða og margskonar afþreyingu. Frábært fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga. Gistiheimilið rúmar allt að tíu manns í einstaklings-, tveggja manna og fjölskylduherbergjum. Morgunverður er innifalinn Herbergin eru með handlaug, stól, fataskáp, náttborði og uppábúnum rúmum.

Á gistiheimilinu er fullbúið eldhús með borðkrók og sjónvarpi, baðherbergi með sturtu, salerni, aðgengi að þvottavél, frí internettenging og hleðslustöð fyrir rafbíla. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru með handlaug, stól, fataskáp, náttborði og uppábúnum rúmum.

Sumartilboð:

Tveggja manna herbergi:

1 nótt 14.500 - 2 nætur 25.000 - 3 nætur 33.000

Fjölskylduherbergi:

1 nótt 23.500 - 2 nætur 32.000 - 3 nætur 39.500

Sumartilboðið er í boði í takmarkaðan tíma. Athugið að tilboðið er ekki hægt að bóka á bókunarsíðum eða heimasíðu, panta skal með tölvupósti rjupa@simnet.is. eða í síma 860-2213, Einnig gefin tilboð í leigu á gistiheimilinu þ.e. allt húsið leigt í einu án morgunmatar.