Gistiheimilið Kiðagil

Gistiheimili Tjaldsvæði Veitingastaður

Gistiheimilið Kiðagil

Kiðagil er staðsett í miðjum Bárðardal  vestan Skjálfandafljóts  við veg nr 842.  Boðið er upp á  gistingu í 12 herbergjum (1-4 manna) með sameiginlegum baðherbergjum og  5 herbergjum með sér baðherbergjum í annarri byggingu við hliðina.  Gestir hafa aðgang að setustofu með sjónvarpi .   Stór matsalur er í Kiðagili  og veitingastaðurinn er opinn milli kl. 11:00 og 22:00.  Bar er á staðnum.   Tjaldsvæði er við húsið og leiksvæði.

Í Kiðagili er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreyttan matseðil fyrir gesti og gangandi.  Boðið er upp á  matvæli sem framleidd eru á svæðinu og þá sérstaklega í Bárðardalnum en hér er til dæmis framleitt lambakjöt, nautakjöt og svo veiddur silungur úr heiðarvötnum dalsins.  Við erum einnig duglega að nota hráefni úr náttúrunni  s.s. villisveppi, ber og krydd.  Allt kaffibrauðið er heimabakað og  einnig mikið af matarbrauði svo við getum haft nýbakað á boðstólnum. Einnig bjóðum við uppá  jurtate og grasöl sem bæði er framleitt hér í dalnum. Við notum íslenskt grænmeti eftir fremsta megni og fáum t.d.  tómata, gúrkur og paprikur beint frá Hveravöllum.

Kiðagil er í u.þ.b. klukkustundar akstursfjarlægð frá  Mývatnssveit,  Akureyri og Húsavík.  Kiðagil er fyrsti gisti-/matsölustaðurinn eftir að komið er niður af Sprengisandi (F26).   Frá Kiðagili liggja tvær leiðir til Mývatnssveitar annars vegar eftir þjóðveginum (70 km) og  á sumrin er opinn  heiðarvegur milli Engidals og Stangar (50 km).  Margir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu s.s. Goðafoss, Aldeyjarfoss, Sexhólagil o.fl. Næstu  sundlaugar eru á Laugum (35 km) og Stórutjörnum (32 km).

 Kiðagil er opið frá 15. júní til 25. ágúst.  Bóka þarf með fyrirvara á öðrum tímum. 

Í Kiðagili er galleríið Fjallasalur sem hefur til sölu Bárðdælskt handverk.   Eins er á staðnum sögusýningin “Útilegumenn í Ódáðahrauni” og myndasýning um fyrstu bílferðina yfir Spengisand.

Heimilisfang
Kiðagil
Símanúmer