Goðafossferð á rafmagnsfjallahjólum

Dagsferðir
Share this

Goðafossferð á rafmagnsfjallahjólum

Farið er frá Original North sem er á Vaði í Þingeyjarsveit í gegnum Fossselsskóg yfir Fljótsheiði og niður að Goðafossi. Á heiðinni er gott útsýni yfir Skjálfandafljót og út á Skjálfandaflóa. Á leiðinni verður stoppað og boðið upp á léttar veitingar úr héraði og sagt  frá skemmtilegum staðreyndum og fróðleik um svæðið.  

Leiðin: 30 km og tekur um 2,5 klst.
Erfiðleikastig: Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Rafmagnshjólin gera einstaklingum kleift að stjórna erfiðleikastiginu.
Hámarksfjöldi í hóp: 8 manns.

Varðandi nánari upplýsingar og ferðatilhögun, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið originalnorthcamp@gmail.com, eða hafið samband í síma 8475412.