Fjallasýn

Dagsferðir Rútuferðir
Share this

Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem upphaflega hóf starfsemi 1982 með skólaakstri úr heimasveit okkar og það gerum við enn þann dag í dag. Með tímanum höfum við sérhæft okkur í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Við förum með stóra og smáa, innlenda og erlenda hópa í dagsferðir og lengri ferðir sem skipulagðar eru af okkur eða viðskiptavinum okkar. Við útvegum leiðsögumenn þegar þess er óskað.  Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjahverfi sem er í næsta nágrenni Húsavíkur, en það kemur ekki í veg fyrir að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu svo sem til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík eða Keflavík. Vaxandi hluti í okkar starfsemi er að þjónusta skemmtiferðaskip sem koma inn á Norðausturland, allt frá Sauðárkróki til Þórshafar. Norðausturland, okkar heimasvæði, hefur upp á marga áhugaverða áfangastaði og leiðir að bjóða. Má þar nefna meðal annarra Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi sem eru hluti af Demantshringnum vinsæla.