Daladýrð

Share this
Í Daladýrð nýtur fjölskyldan samverunnar, hittir húsdýrin og kynnist dýrum frá íslenskri náttúru. Klappaðu kanínu, hittu hestana, grísina, kisurnar, kindurnar, geiturnar og allskyns önnur dýr. Hoppaðu í heyinu og njóttu lífsins. Dýralífið í Daladýrð er einstakt og yndislegt. Þú og þeir sem þér eru kærir fyllast jákvæðri orku og gleði yfir margbreytileika tilverunnar. Velkomin!
 
Daladýrð er í Brúnagerði á milli Vaglaskógar og Illugastaða í Fnjóskadal.
Verð: 3-12 ára 900 kr. 13 og eldri 1.300.
Opið: daglega 11-18.
 
Í Daladýrð er hægt að fá sér kaffisopa og kíkja í hönnunarverslun Gjósku. Birna Friðriksdóttir, hönnuður er með vinnustofu í sömu húsakynnum og Daladýrð.
https://www.gjoska.is/
 
Heimilisfang
Brúnagerði, Fnjóskadal
Símanúmer