Hálshnjúkur

Share this

Gönguleið sem liggur frá bílaplani við Vagli 1 (Efri-Vagli) í Vaglaskógi í Fnjóskadal og að vörðu á Hálshnjúki í um 627 metra hæð yfir sjávarmáli. Um 400 m hæðarmismunur er á þessari gönguleið og er hún víða nokkuð brött. Í björtu veðri er frábært útsýni af Hálshnjúki yfir Fnjóskadal og nærsveitir.

Leiðin er 1,8 km löng.